Þórður Vilberg vill þriðja sætið

Þórður Vilberg Guðmundsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

 

doddi_thordur_vilberg_gudmundsson.jpgÞórður er 23 ára gamall kennaranemi  og starfsmaður Veiðiflugunnar á Reyðarfirði. Hann hefur undanfarinn misseri sinnt háskólanámi í Reykjavík og á Akureyri, en auk þess unnið ýmis störf með námi aðallega verslunarstörf en einnig var hann leiðbeinandi við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði veturinn 2006 - 2007.

Þórður sat í 6.sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins  í Fjarðabyggð fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006, þar sem flokkurinn náði þremur fulltrúum í sveitarstjórn. Þórður sat í menningarnefnd Fjarðabyggðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2006-2008.

Þórður er formaður Hávarrs, FUS. í Fjarðabyggð og varaformaður Sjálfstæðisfélags Reyðarfjarðar. Hann hefur þrátt fyrir ungan aldur  sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggðar 2007-2009 og átti sæti í varastjórn SUS 2005-2009. Þá er Þórður formaður Leikfélags Reyðarfjarðar.

Í yfirlýsingu segir Þórður nauðsynlegt að leita allra leiða til hagræðingar í stjórnkerfi sveitarfélagsins  eftir  áralanga setu vinstrimanna, en um leið að standa vörð um grunnþjónustu sveitarfélagsins svo sem menntamál og félagslega þjónustu.  Auk þess hefur hann mikinn áhuga á íþróttum og telur að bjóða verði börnum upp á fjölbreytt val á sviði íþrótta og tómstunda. Þórður telur að sveitarfélagið Fjarðabyggð hafi upp á margt að bjóða hvað varðar afþreyingu og menningu og vill stórbæta markaðssetningu þessara þátta og koma Fjarðabyggð á kortið sem fyrsta valkost ferðamanna sem ferðast um Austurland.

Póstkönnun, um uppstillinguna,  fer fram meðal flokksmanna í Fjarðabyggð í byrjun febrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.