Þróttur tapaði úrslitaleiknum

Þróttur Neskaupstað tapaði í dag 3-1 fyrir HK í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Leikið var í Laugardalshöll.

 

ImageHK liðið hafði mikla yfirburði í fyrstu tveimur hrinunum sem þær unnu 16-25 og 13-25. Taugaspennan var áberandi í ungu liði Þróttar og töluvert af einstaklingsmistökum. Það lagaðist í þriðju hrinu sem Þróttur vann 25-23. Í fjórðu og seinustu hrinunni var jafnt á flestum tölum upp í 17-17. Þá skoruðu Kópavogsstúlkur þrjú stig í röð og unnu 19-25. Apostol Apostolov, þjálfari Þróttar, sagðist í samtali við Austurgluggann eftir leikinn vera ánægður með margt í leik síns liðs. Leikurinn hefði vissulega tapast en upplifunin af úrslitaleik væri dýrmæt reynsla fyrir Þróttarliðið.
Þróttur lagði C lið Þróttar R. í undanúrslitum í gær í þremur hrinum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.