Þróttur tapaði úrslitaleiknum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. mar 2009 18:12 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Þróttur Neskaupstað tapaði í dag 3-1 fyrir HK í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Leikið var í Laugardalshöll.
HK liðið hafði mikla yfirburði í fyrstu tveimur hrinunum sem þær unnu 16-25 og 13-25. Taugaspennan var áberandi í ungu liði Þróttar og töluvert af einstaklingsmistökum. Það lagaðist í þriðju hrinu sem Þróttur vann 25-23. Í fjórðu og seinustu hrinunni var jafnt á flestum tölum upp í 17-17. Þá skoruðu Kópavogsstúlkur þrjú stig í röð og unnu 19-25. Apostol Apostolov, þjálfari Þróttar, sagðist í samtali við Austurgluggann eftir leikinn vera ánægður með margt í leik síns liðs. Leikurinn hefði vissulega tapast en upplifunin af úrslitaleik væri dýrmæt reynsla fyrir Þróttarliðið.Þróttur lagði C lið Þróttar R. í undanúrslitum í gær í þremur hrinum.