Þróttarstúlkur unnu með harðfylgi

Í gærkvöld var fyrsti leikurinn í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Þróttur N vann Þrótt Reykjavík 3 - 2 í æsispennandi leik.

 

Hrinurnar fóru 27 - 25, 25 - 12, 22 - 25, 19 - 25 og 15 - 7.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, formaður Blakdeildar Þróttar N segir að i upphafi leiks hafi það verið Þróttur R sem sem byrjaði mun betur og komst liðið í 1 - 7. ,,Þá tóku stúlkurnar okkar við sér og náðu að jafna. Fyrsta hrinan var svo mjög jöfn alla tímann og skiptust liðin á að vera með forystuna.
Í annarri hrinu var Þróttur N með forystuna allan tímann og það var aldrei spurning hvernig hún myndi fara. Lengi vel héldu áhorfendur að Þróttur N myndu klára leikinn í þriðju hrinunni en Reykjavíkurstúlkur gáfust ekki upp og unnu þriðju hrinuna og fjórðu.
Í oddahrinunni mætti Þróttur N mjög ákveðnar til leiks og það var aldrei spurning hvernig hún myndi fara,“ segir Þorbjörg.


Leikurinn í gærkvöld var vel spilaður af báðum liðum og gaman að sjá til beggja liða sýna góða baráttu. Næsti leikur liðanna er í Reykjavík á föstudaginn kl. 19:30 í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Þorbjörg hvetur alla Austfirðinga í Reykjavík til að mæta í íþróttahúsið og hvetja stúlkurnar til sigurs því þær þurfi svo sannarlega á stuðningi að halda. Í gærkvöld mættu 108 áhorfendur í húsið og það verður gaman að sjá hvort það leynist ekki álíka fjöldi Austfirðinga í Reykjavík sem getur hvatt stúlkurnar til sigurs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.