Skip to main content

Úrslitaviðureign Útsvars annað kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. mar 2009 13:31Uppfært 08. jan 2016 19:19

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn því lið Fljótsdalshéraðs keppir við Kópavog í lokaúrslitum spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, annað kvöld í Sjónvarpi. Líkt og síðastliðinn föstudag, þegar lið Héraðsbúa vann sigur á Árborg, mun nýstofnaður íþrótta- og tómstundastjóður Hattar efna til samkomu, en nú á Hótel Héraði. Þar verður keppnin sýnd á breiðtjaldi og boðið upp á veitingar. Til stendur að sjónvarpa beint frá samkomunni í Útsvarsþættinum og því eru stuðningsmenn og velunnarar hvattir til að fjölmenna. Ágóði af aðgangseyri rennur til nýstofnaðs íþrótta- og tómstundasjóðs.

tsvar2.jpg

 

 

Aðgangseyrir verður lagður í sjóð fyrir börn og unglinga á Fljótsdalshéraði. Í hann má síðan sækja um ferðastyrk fyrir þau til tómstunda- og íþróttastarfs. Hugmyndin kemur til vegna vaxandi fjárhagsörðugleika hjá fjölskyldum og dæma um að börn og unglingar komist ekki í keppnisferðalög eða annað með félögum sínum vegna fjárskorts. Þriggja manna stjórn mum annast styrktarsjóðinn og verður hann skipaður fulltrúa frá félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, yfirþjálfara frá Hetti og einu foreldri. Sjóðurinn er vistaður hjá Hetti.

 

Húsið opnar kl. 18:45. Aðgangseyrir er þúsund krónur á mann, en hver fjölskylda borgar þó að hámarki þrjú þúsund krónur. Frítt er fyrir átta ára og yngri.

 

Veitingar verða meðal annars í boði Hótels Héraðs og N1.