Skip to main content

Ráðið í sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. apr 2009 12:58Uppfært 08. jan 2016 19:19

Yfir 550 umsóknir bárust um auglýst sumarstörf hjá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ráðið verður í um sextíu tímabundar stöður framleiðslustarfsmanna og iðnaðarmanna í sumar. Umsóknarfrestur rann út 14. apríl síðastliðinn, en ráðið verður í störfin á næstu vikum. Umsóknir bárust alls staðar að af landinu og flestar af höfuðborgarsvæðinu. Hluti sumarstarfsmanna hefur störf 1. maí en flestir munu hefja störf 1. júní næstkomandi og starfa út ágústmánuð.

 Um 450 manns starfa hjá Alcoa Fjarðaáli og um 250-300 manns til viðbótar við störf nátengd álverinu á álverssvæðinu.

2009_jobs.jpg

 

Ljósmynd/Hreinn Magnússon