Ríflega hundrað milljóna króna gjaldþrot
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. mar 2009 17:36 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Kröfur upp á ríflega 125 milljónir króna stóðu út af borðinu þegar lokið var við skipti á þrotabúi Tröllaborga ehf. í Neskaupstað fyrir skemmstu.
Þrotabú fasteignafyrirtækisins, sem hóf starfsemi haustið 2003, var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun júní í fyrra. Lýstar kröfur í búið voru 126,4 milljónir króna en upp í kröfur greiddust ríflega sex hundruð þúsund krónur.