Reyðarfjarðarkirkja ljósbleik í þágu árveknisátaks

Reyðarfjarðarkirkja er nú prýdd bleikum ljósum í tilefni af átaki Krabbameinsfélags um brjóstakrabbamein. Í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi eins og gert hefur verið síðan árið 2000, frætt um sjúkdóminn og konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku. Þetta er hluti af alþjóðlegu árveknisátaki, að frumkvæði Estée Lauder, en bleik slaufa er tákn átaksins.

reyarfjararkirkja_bleik_vefur.jpg

Sölufélag Garðyrkjumanna er sérstakur samstarfsaðili Bleiku slaufunnar.

Nú verður lögð áhersla á að selja bleikar slaufur til að auka árvekni um brjóstakrabbamein og styðja við leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Bleika slaufan, hönnuð af Sif Jakobs gullsmiði, kostar 1.000 krónur og dagana 1.-15. október verður hægt að kaupa slaufuna hjá eftirtöldum söluaðilum:

Apótekum:
Apótekarinn, Apótekið, Lyf og heilsa, Lyfja, Reykjavíkurapótek og Lyfjaval.

Afgreiðslustöðvum:
Frumherji og Pósturinn.

Verslunum:
Eirberg, Eymundsson, Penninn, Nóatún, Þín Verslun(Miðbúðin, Melabúðin) og Samkaup(Strax, Úrval, Nettó, Kaskó og Hyrnan).

Leigubifreiðum:
Hreyfill.

Kaffihúsum:
Kaffiheimur, Kaffitár og Te & kaffi.

Netsíðum:
Femin.is

Dreifingaraðilar:
Margt Smátt 585-3500 og Parlogis 5900-200.

Þau fyrirtæki sem selja og dreifa slaufunni gera það án endurgjalds eða launa, öll upphæðin rennur til átaksins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.