Rekur einokunarverslun á Breiðdalsvík

Hjónin Kristín Ársælsdóttir fyrrverandi hótelstjóri og Njáll Torfason fjöllistamaður reka einu dagvöruverslunina á Breiðdalsvík.  Auk þess sem Njáll hefur mörg járn í eldinum að vanda.

njall_torfason.jpgÞegar blaðamann bar að garði var Njáll við afgreiðslu í búðinni sem er til húsa í gamla Esso skálanum, sem nú er kenndur við N1. ,,Þetta er svona einokunarverslun“ sagði Njáll kíminn þar sem hann stóð á bakvið búðarborðið og skrifaði vörur hjá viðskiptavini í svona Frumbók eins og þær hétu í gamla daga, það stendur raunar Frumbók framan á þessari sem Njáll handlék þarna.

Þegar Njáll hóf rekstur þarna var þetta venjuleg bensínsjoppa, svona vegasjoppa þar sem hægt var að fá pylsur, gos og sælgæti með bensíninu auk ýmislegs smálegs.  Síðan þegar versluninni var lokað í Kaupfélagshúsinu hófu þau Kristín og Njáll að selja dagvöru í búðinni, svo sem mjólk, brauð og mjölvöru, ásamt nýlenduvörum.

Njáll rekur einnig fiskbúð á Breiðdalsvík þar sem hann selur soðningu sem hann kaupir á markaðnum  og vinnur í söluhæft ástand og stendur hugur hans til að auka vinnsluna og vera með fiskinn meira tilbúinn á diskinn en nú er.

Njáll hefur líka opnað safn tengt aflraunum en hann hefur stundað og keppt í aflraunum í áratugi.  Sérstök áhersla er lögð á að segja sögu og sýna muni og keppnisáhöld sem notuð voru í aflraunakeppninni Austfjarðavíkingnum sem var árviss keppni á Suðurfjörðum í áraraðir.  Fyrir utan sýningaaðstöðuna eru meðal annars aflraunasteinarnir sem notaðir vori þeirri keppni og gestir geta reynt sig á.

Í frístundum milli þess sem Njáll stundar sjósund eða nuddar fólk, rær hann á sjóinn á bát sínum Fúl á móti og veiðir sér til matar ,,ekki gefur reksturinn það mikið af sér að sú búbót sé ekki kærkomin“, segir Njáll Torfason fjöllistamaður á Breiðdalsvík.full_a_moti.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.