Refsað fyrir rautt spjald: Þurfti að mæta í kjól á æfingu - Myndir

Björgvin Karl Gunnarsson, leikmaður 2. deildar liðs Hattar í knattspyrnu, klæddist kvenmannskjól á æfingu liðsins í kvöld fyrir að hafa verið  rekinn út af í seinasta leik.

 

ImageLeikmenn sem fá rauða spjaldið sæta oft ýmsum refsingum hjá liðum sínum. Í sumar sömdu leikmenn Hattar um það sín á milli að þeir sem reknir eru út af þurfa að mæta í kjól á seinustu æfingu fyrir næsta leik. Í kvöld var það Björgvin Karl Gunnarsson sem klæddist gráum kjól.

„Þetta var allt í lagi. Það er ekki spennandi að fara í kjólinn en það lyftir móralnum í liðinu. Hann er teygjanlegur og fínn. Strákarnir voru ósáttir við að ég væri ekki fáklæddur undir kjólnum, helst bara í stuttbuxum og ber að ofan en ég var ekki til í það kvefaður í átta stiga hita,“ sagði Björgvin Karl eftir æfinguna.

ImageSami kjóllinn er notaður fyrir alla þá sem fá brottvísanir í leikjum Hattar. „Ég vil fá erfiðari kjól, einhvern sem lætur mann hafa fyrir að vera í honum,“ segir Björgvin Karl, sem sjálfur var í sektarnefndinni sem ákvað viðeigandi refsingar fyrir ýmis agabrot liðsins.

Einn þeirra sem hafa þurft í kjólinn er þjálfarinn, Njáll Eiðsson. Aðspurður um hvernig hann hefði tekið sig út í dressinu svarði Björgvin Karl: „Ég held að hann hafi komið betur út en ég.“

Höttur tekur á móti Magna á Fellavelli klukkan 20:00 á morgun. Á sama tíma tekur Fjarðabyggð á móti Haukum á Eskifjarðarvelli.

Image

Image

Image 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.