Refaveiðitaxtar óbreyttir á Vopnafirði

Refaveiðitaxtar Vopnafjarðarhrepps verða með óbreyttu sniði áfram þrátt fyrir að endurgreiðslan frá Ríkinu vegna þeirra hafi lækkað jafnt og þétt hlutfallslega á undanförnum árum. 

a_greni.jpgEins og fram hefur komið lækkaði Fljótsdalshérað þessa taxta um síðust áramót, vegna lækkandi mótframlaga frá Ríkinu, auk þess sem fjárveitingar sveitarfélagsins til þessa málaflokks voru hættar að duga fyrir þessum útgjaldalið.

Að sögn Þorstein Steinssonar sveiatstjóra hjá Vopnafjarðarhreppi verða þessir taxtar óbreyttir hjá þeim, en þeir hafa verið nokkru lægri en hjá Fljótsdalshéraði, nema fyrir yrðlinga.

,,Við höfum verið ansi aðhaldssamir í þessum málum fram að þessu.   Höldum þeirri reglu sem við höfum haft óbreyttri.
Taxtarnir eru svona, refaveiðar 7.000 kr. fyrir hlaupadýr, 9.000 kr. fyrir grenjadýr og yrðlinga.   Ekki er greitt tímagjald eða ferðakostnaður.
Minkaveiðar 3.000 kr. fyrir unnin mink, sérstaklega ráðinn starfsmaður fær 800 kr. á tímann og 74 kr. á ekinn kílómeter.
Þetta eru þær reglur sem hafa verið í gildi hér á Vopnafirði og verða áfram", segir Þorsteinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.