Þórdís Kristvinsdóttir félagsforingi heiðruð

Þann 17. júní síðastliðinn fékk félagsforingi Skátafélags Héraðsbúa, Þórdís Kristvinsdóttir, viðurkenningu úr þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbsins á Egilsstöðum fyrir framúrskarandi störf að æskulýðsmálum og endurvakningu skátastarfs á Fjótsdalshéraði.

thordis_kristvinsdottir.jpgHelgina 2. til 4. júlí er Skátafélagið Héraðsbúar að halda stórt skátamót á Austurlandi og er um 60 skátar skráðir til mótsins og um 100 foreldrar í sérstakan hátíðarkvöldverð, sem ætlaður er fyrir þau þannig að þau eigi möguleika á að koma að skátastarfinu.

Þjóðhátíðardagurinn sem er mikill hæatíðisdagur skáta gekk mjög vel, hófst með skátamessu, síðan var skrúðganga frá Egilsstaðakirkju og niður í Tjarnargarð. Þar var ýmis skemmtun í boði og dagskráin endaði með vel heppnuðu skátakaffi í grunskólanum sem foreldrar skáta töfruðu fram með miklum glæsibrag. Nú var góð aðsókn og er þetta töluverð aukning frá því í fyrra.

Félagsforinginn Þórdís var að vonum ánægð og þakklát fyrir þá viðurkenningu sem hún hlaut fyrir störf sín. Hún vill þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa komið að starfinu með henni og einnig þeim foreldrum sem hafa sýnt starfinu áhuga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.