Rannsókn verði hraðað
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. mar 2009 23:55 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að rannsókn á máli yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar verði hraðað sem kostur er. Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur sent mál hans til skoðunar hjá ríkissaksóknara. Framkvæmdastjóri lækninga og forstöðumaður mannauðsmála hjá HSA sátu fund bæjarráðs 24. mars, þar sem farið var yfir þessi mál.
Þeir greindu frá því að búið væri að tryggja mönnun læknisstarfa í Fjarðabyggð fram á haust. Á fundinum var jafnframt fjallað um skólahjúkrun og manneklu vegna ráðninga í störf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra þrátt fyrir reglulegar auglýsingar.