Rannsókn hætt á máli yfirlæknis

Sýslumannsembættið á Eskifirði hefur vísað frá máli yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Þetta er í annað skiptið sem rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði vísar máli læknisins frá á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Ríkisendurskoðun tók málið upp og kærði til Ríkissaksóknara, sem sendi málið aftur heim í hérað til rannsóknar. Ríkisendurskoðun mun væntanlega í kjölfarið taka afstöðu til hvort kyrrt verður látið liggja eða óskað eftir endurupptöku.

Stuðningsmenn yfirlæknisins á Eskifirði telja víst að yfirlæknirinn muni fara í meiðyrðamál við þá aðila innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) sem upphaflega kærðu hann til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli.

487568b.jpg

Landlæknisembættið yfirfór fagleg vinnubrögð yfirlæknisins fyrr á árinu og taldi hann þurfa að bæta vinnubrögð sín að einhverju leyti, en að ekki væri tilefni til áminningar eða annarra íþyngjandi aðgerða. Landlæknir og aðstoðarlandlæknir funduðu með Hollvinasamtökum Heilsugæslu Fjarðabyggðar í gær og einnig með bæjarráði Fjarðabyggðar, en sveitarfélagið sendi nýlega frá sér áskorun til heilbrigðisráðherra þar sem ástand í m.a. læknamálum er talið óásættanlegt í sveitarfélaginu. Sýnt þykir að Landlæknisembættið muni ekki aðhafast frekar í málinu.

 

 

Yfirlæknirinn var sendur í tímabundið leyfi frá störfum í febrúar sl. Stuðningsmenn hans segja hann tilbúinn til að taka aftur við sínu gamla starfi og fagna mjög niðurstöðu þeirri sem fékkst í dag. Hafa Eskfirðingar flaggað við hús sín af þessu tilefni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.