Perúfarar með myndasýningu

Langförulir ferðalangar sem lögðu land undir fót fyrr á þessu ári og brugðu sér til Perú á slóðir Inka, voru með myndasýningu og frásögn frá ferðalaginu á gamla Munaðarhólnum í Fellabæ á Uppstigningadag.

perufaramyndas.jpgÞað voru 10 austfirðingar sem fóru í þessa ferð sem stóð í þrjár vikur til Perú undir stjórn Hjördísar Hilmarsdóttir með ÍT ferðum. Nær 40 manns mættu til að sjá myndirnar og hlusta á frásagnir ferðalanganna, sem 7 af 10 voru mætt á svæðið og sýndar voru alls 900 myndir frá ferðinni.

Þetta var erfitt ferðalag en mikil upplifun, þau stöldruðu við á fjórum stöðum í Perú og fórum með flugi og næturrútum milli staða. Lúmskust var hæðaveikin þau urðu að passa sig á henni en hluti af hopnum fór upp í 5835 metra hæð yfir sjó en hópurinn dvaldi lengst af í um 3000 metra hæð yfir sjó.  Hægt er að taka einhver lif við hæðaveikinni en hópurinn lét þau vera og nokkrir aðilar í hópnum fengu snert af hæðarveiki einhverntíman í ferðinni.  Það hefði kannski verið ráð að fara að ráðum innfæddra sem ráðlögðu ferðalöngunum að tyggja kókalauf til að fyrirbyggja hæðarveikina.

Gengið var á tvö fjöll í ferðinni Punta Union 4750 metra hátt og Mont Misti sem er 5835 merta hátt. Einnig var gengið yfir tvö fjallaskörð, annað í 4215 metra hátt og gengið var yfir skarð sem heitir Hlið sólarinnar.

Farin var fjögurra daga gönguferð um Inkaveginn og gist í tjöldum þrjár nætur, þar sem hengið var með Uru Bamba ánni sem er ein af upptakaám Amason fljótsins en hópurinn dvaldi við jaðra Amason frumskógarins. Alls eru um 500 manns að ganga Inkaveginn á hverjum degi en áform eru uppi um að fækka því fólki ofan í 2 til 300 manns á dag.

Fram kom í frásögnum ferðalanganna að Inkarnir hafa verið miklir verkfræðingar og garðyrkjumenn.  Byggingarnar bera vott um það, allar hlaðnar úr tilhöggnu grjóti og sumir steinarnir ekki nein smá smíði, allt að mörg tonn hver.  Þessar byggingar hafa staðið óhaggaðar öldum saman.  Kartöflurækt Inkanna hefur staðið með miklum blóma en þekkt eru alls um 2000 tegundir af kartöflum frá þeim fram á þennan dag og þeir hafa lag á að geyma kartöflur allt að 800 ár, dæmi eru um að nýlega hafi verið borðaðar 800 ára kartöflur þarna á Inkaslóðum Perú.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.