Páskahelgin: Guðmundur R. flytur öll bestu lögin

Norðfirski söngvarinn Guðmundur R. Gíslason heldur stórtónleika í Egilsbúð um helgina þar sem hann flytur sín vinsælustu lög ásamt vinum. Fleiri stórviðburðir eru um helgina en líka smærri fyrir þau sem það kjósa.

Guðmundur mun á tónleikunum annað kvöld flytja vinsælustu lögin frá bæði sólóferli sínum og hljómsveitinni SúEllen. Sérstakir gestir verða Smári Geirsson, Kolbrún Gísladóttir og hljómsveitin Dusilmenni, sem komst í úrslit Músíktilrauna nú í vor.

Í Valaskjálf á Egilsstöðum skellir Páll Óskar í ball sem hefst á miðnætti í kvöld. Annað kvöld verður þar uppistand þar sem margar af bestu eftirhermum Sóla Hólm mæta á sviðið.

Í dag milli klukkan 16 og 18 bjóða listakonan Tinna Þorvalds Önnudóttir og Menningarstofa Fjarðabyggðar gestum að skoða myndverk hennar í Þórsmörk í Neskaupstað. Tinna hefur síðan í byrjun apríl dvalið í Jensenshúsi á Eskifirði þar sem hún hefur teiknað myndir við söguljóð skáldsins Christian Hege, sem byggja á Grimm-ævintýrum. Þau verk og fleiri verða á sýningunni í dag.

Á sunnudag verður árleg ganga Ferðafélags Fjarðamanna út í Páskahelli á Norðfirði. Lagt verður af stað klukkan sex um morguninn frá Norðfjarðarvita í leiðsögn Laufeyjar Þóru Sveinsdóttur.

Þá má minna á páskamessur um víða um fjórðunginn sem og fjölbreytta dagskrá á skíðasvæðunum í Stafdal og Oddsskarði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.