Þorpshátíð á Stöðvarfirði

Stöðfirðingar ætla að halda þorpshátíð um helgina þar sem aðeins verður byggt á skemmtiatriðum og hugmyndum heimamanna.

 

Engir skemmtikraftar verða keyptir að og hvergi settar upp stórar sýningar eða viðburðir á vegum skipuleggjenda. Aftur á móti er öllum frjálst að opna sýningar, halda tónleika, dansa um götur eða gera hvað sem er að því er fram kemur í auglýsingu um hátíðina á Facebook samskiptavefnum. Ef vel tekst til vilja Stöðfirðingar hafa hátíðina árlega þriðju helgina í júlí.

Varðeldur og sameiginlegt grill er inni í myndinni. Annað kvöld, klukkan 20:00, verður fjölskylduskemmtun á fótboltavellinum og leikir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.