Skip to main content

Þorpshátíð á Stöðvarfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. júl 2009 17:56Uppfært 08. jan 2016 19:20

Stöðfirðingar ætla að halda þorpshátíð um helgina þar sem aðeins verður byggt á skemmtiatriðum og hugmyndum heimamanna.

 

Engir skemmtikraftar verða keyptir að og hvergi settar upp stórar sýningar eða viðburðir á vegum skipuleggjenda. Aftur á móti er öllum frjálst að opna sýningar, halda tónleika, dansa um götur eða gera hvað sem er að því er fram kemur í auglýsingu um hátíðina á Facebook samskiptavefnum. Ef vel tekst til vilja Stöðfirðingar hafa hátíðina árlega þriðju helgina í júlí.

Varðeldur og sameiginlegt grill er inni í myndinni. Annað kvöld, klukkan 20:00, verður fjölskylduskemmtun á fótboltavellinum og leikir.