Ormsteiti um víðan völl

Héraðshátíðin Ormsteiti sem fram fer um allt Fljótsdalshérað hófst með stæl á föstudag og stendur fram á næsta sunnudag með þéttri dagskrá. Í dag fá börn og ungmenni á Héraði meira fyrir sinn snúð því í bragganum við Sláturhúsið á Egilsstöðum verður ævintýralegur markaður þar sem krakkar selja sitt dót og hin árvissa og alkunna Fegurðarsamkeppni gæludýra.

ormsteiti3.jpg

 

Guðríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ormsteitis er ánægð með það sem af er hátíðinni. Þátttaka sé góð og veður hafi verið hið besta.

  

Krakkar geta skráð sig fyrir sölubásum í bragganum kl. 11 í dag og kl. 13 opnar markaðurinn þar sem leikföng og fleira skiptir um hendur og skráning hefst í Fegurðarsamkeppni gæludýra.

Í dag verður Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða krossins með fatamarkað í Sláturhúsinu.

Gæludýrasamkeppnin hefst svo klukkan 15, þar sem keppt er í Kattaflokki, hundaflokki, flokki fiðurfénaðar, blönduðum flokki og frumlegasta gæludýrið hlýtur sérstök verðlaun. Dýratemjarinn Zorba mætir á svæðið og kennir krökkum að temja gæludýrin sín.

 

Í kvöld kl. 20 býður svo Leikfélag Fljótsdalshéraðs öllum ókeypis í braggann á leikrit Sigurðar Ingólfssonar; Elvis – leiðin heim, sem sýnt var í vor við miklar vinsældir.

Nánari upplýsingar um dagskrá Ormsteitis næstu daga má sjá á vefnum www.fljotsdalsherad.is.

-

Ljósmynd/SÁ

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.