Orð skulu standa á Austurlandi

ordskulustanda.jpgSkemmtiþátturinn Orð skulu standa verður á Hótel Héraði á Egilsstöðum um helgina. Útvarpsþátturinn hefur fengið nýtt líf á leiksviði í vetur.

 

Þátturinn, sem áður var á dagskrá Rásar 1, hefur í vetur gengið sem leikhúsverk í Borgarleikhúsinu. Þar er þátturinn „í beinni útsendingu“ með lifandi tónlist þar sem saman fara ískrandi gleði, hlátur og hlýleg samvera, í bland við fræðandi skemmtun um íslenskt mál og menningu.

Stjórnandi þáttarins er Karl Th. Birgisson en honum fylgja liðsstjórarnir Davíð Þór Jónsson og Sólveig Arnarsdóttir auk undirleikarans Jakobs Frímanns Magnússonar. Gestir verða Berglind Ósk Agnarsdóttir, Ingunn Snædal, Sigurður Ingólfsson og Þóroddur Helgason

Nánari upplýsingar má finna hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.