Okkar ein af bestu plötum ársins

miri_web.jpgHljómplatan Okkar með austfirsku hljómsveitinni Miri er ein af tuttugu plötum á svokölluðum Kraumslista yfir bestu íslensku plötur ársins.

 

Kraumslistinn er tekinn saman af 12 aðilum, sem hafa verið virkir í umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist í fjölmiðlum. Kraumur er sjóður sem styrkir útflutning íslenskrar tónlistar. Valdar eru tuttugu plötur á listann en verðlaunaplöturnar verða kynntar síðar í mánuðinum.

Vert er að taka fram að plata Jónasar Sigurðssonar og Ritvéla framtíðarinar, Allt er eitthvað, er einnig tilnefnd. Jónas sjálfur bjó um tíma á Austurlandi og tónlistarmenn með austfirskar rætur komu rækilega við sögu við gerð plötunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.