Og svo kom Ferguson

Í ár eru liðin rétt sextíu ár frá því fyrstu Ferguson-dráttarvélrnar komu til Íslands. Af því tilefni öðrum fremur hefur Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri tekið saman bókina ...og svo kom Ferguson, með aðstoð fjölda heimildarmanna. Hún kemur út 18. júlí hjá bókaútgáfunni Uppheimum á Akranesi. Bókin er gefin út með stuðningi Landbúnaðarsafns Íslands og rennur hluti andvirðis bókarinnar til safnsins.

ferguson_b_k_framan_200dpi_vefur.jpg

 

Gráu Ferguson-vélarnar mörkuðu upphaf vél- og aflvæðingar á fjölmörgum búum og engin ein gerð dráttarvéla hefur notið viðlíka vinsælda hér á landi. Ferguson dráttarvélarnar eru því órjúfanlegur hluti af sögu og þróun íslenskra sveita upp úr miðri síðustu öld – á tímum mestu búháttabreytinga frá því land byggðist. Ört vaxandi þjóð, sem bjó við áður óþekkta velmegun að lokinni heimsstyrjöld, krafðist stóraukinna afkasta í landbúnaði – afkasta sem ekki varð náð nema með vélvæðingu sveitanna. Þar skiptu dráttarvélarnar sköpum og að öðrum ólöstuðum var það Ferguson sem úrslitum réði.

Bjarni Guðmundsson er eins og kunnugt er hafsjór af fróðleik um þessa umbrotatíma og hefur hér unnið einstakt verk við skráningu þeirra – með Ferguson í brennipunkti. Bókin, sem er í senn aðgengileg og skemmtileg aflestrar er í stóru broti, öll litprentuð og prýdd miklum fjölda merkilegra ljósmynda víðs vegar að. Þeim sem fræðast vilja um íslenskt samfélag á 20. öld berst hér kærkomin viðbót í þá heildarmynd og bókin er fjársjóður fyrir þá sem njóta þess að rifja upp liðna tíð.

m180_bg-ferguson_vefur.jpg

 

 

 

Mynd: Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri á gömlum eðal-Ferguson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.