Nýtt safnaðarheimili vígt við Sleðbrjótskirkju
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. júl 2009 20:18 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Nýtt þjónustuhús verður tekið í notkun við Sleðbrjótskirkju á sunnudag.
Vígslubiskup Hólastiftis Hr. Jón A. Baldvinsson prédikar við messu sem hefst kl. 14:00 og sóknarpresturinn, sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir, þjónar fyrir altari. Kirkjukór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótsssókna syngur í messunni og organisti er Magnús Magnússon. Eftir messu blessar vígslubiskup þjónustuhúsið og síðan verður þar boðið í kaffi. Tréiðjan Einir á Fljótsdalshéraði hefur byggði húsið en arkitekt var Einar Ólafsson.
Kirkjan var byggð árið 1926 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Fimm bændur úr Jökulsárhlíð smíðuðu hana.
Kirkjan var byggð árið 1926 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Fimm bændur úr Jökulsárhlíð smíðuðu hana.