Skip to main content

Nýtt nótaverkstæði á Eskifirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. júl 2009 10:53Uppfært 08. jan 2016 19:20

 Egersund á Íslandi hefur opnað nýtt nótaverkstæði á Eskifirði. Byggingaframkvæmdir hafa tekið tíu mánuði . Fyrirtækið verður með netaverkstæði og veiðarfæraframleiðslu. Einnig verður hægt að hýsa veiðarfæri við góðar aðstæður. Fljótlega verður byrjað að framleiða þann hluta veiðarfæra sem áður þurfti að fá frá móðurfyrirtækinu í Noregi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þegar starfsemin verði komin á skrið muni stöðugildum hjá Egersund fjölga, en nú starfa tólf manns hjá fyrirtækinu á Eskifirði.

egersund.jpg

Egersund Ísland ehf. var stofnað árið 2004 og er hluti af fyrirtækjasamstæðu Egersund-Trawl A/S, í Noregi. Fyrirtækið var áður í eigu Eskju h/f. Egersund Ísland ehf. Aðal starfsemi er sala, framleiðsla og viðgerðir á flottrollum og nótum. Vegna náins samstarfs við Egersund Trawl A/S., í Noregi, hefur þróast tæknikunnátta á mjög háu stigi innan fyrirtækisins hvað varðar framleiðslu veiðarfæra.

Framleiðsluvörur
Flottroll
Trollpokar
Toghlerar
Vírar
Grandarar

Mynd: Nótaverkstæðið á Eskifirði/mynd af vef Fjarðabyggðar.