Skip to main content

Nýr bókaklúbbur á Netinu – Undirheimar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. mar 2009 11:06Uppfært 08. jan 2016 19:19

Á dögunum stofnaði bókaforlagið Uppheimar nýjan bókaklúbb á Netinu, Undirheima. Klúbburinn, sem er án nokkurra skuldbindinga, býður upp á norrænar glæpasögur í hæsta gæðaflokki á hagstæðum kjörum.

Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel.

tharsemsolinskin_kapa.jpg

Sú nýbreytni fylgir Undirheimum, að þar býðst fólki að kaupa væntanlegar bækur í forsölu á tilboðsverði, allt að tveimur vikum áður en þær fara í almenna sölu í verslunum, og fá bækurnar sendar heim sér að kostnaðarlausu. Ennfremur bjóða Undirheimar áður útgefnar glæpasögur sinna höfunda til sölu á hagstæðu verði.Bækur eftir Nesbø og Blædel eru nú að koma út í fyrsta sinn á íslensku, en bæði njóta þau gífurlegra vinsælda í heimalöndum sínum, Noregi og Danmörku, auk þess sem bækur þeirra eru gefnar út víða um heim. Þess má geta að Nesbø og Blædel eru bæði væntanleg til Íslands nú í maí.Bækur Ævars Arnar, Marklund og Läckberg hafa notið mikilla og vaxandi vinsælda undanfarin ár og fengið afar lofsamlega dóma.Allar bækur Undirheima eru kiljur. Veffang Undirheima er www.undirheimar.is.