Skip to main content

Norðfirðingafélagið fagnaði hækkandi sól

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. feb 2009 19:40Uppfært 08. jan 2016 19:19

Aðalfundur og sólarkaffi Norðfirðingafélagsins var haldinn í Fella- og Hólakirkju 1.febrúar s.l.  Á annað hundrað manns mættu og segir Gísli Gíslason að sérstaklega ánægjulegt hafi verið að sjá fólk á öllum aldri mæta. 

 norf1.jpg

Fundurinn byrjaði með venjulegum aðalfundarstörfum og í framhaldi hófst sólarkaffið.  Þar las Stella Steinþórsdóttir úr bókinni Norðfjarðarbók, þjóðsögur, sagnir og örnefnaskrár, en afi hennar Hálfdán Haraldssonar frá Kirkjumel í Norðfirði tók saman og skráði sögurnar. Því næst spilaði Ómar Skarphéðinsson á harmonikku á meðan gestir gæddu sér á pönnukökum og öðru góðgæti, sem félagsmenn komu með. Gestir fóru því heim bæði saddir og sælir.

norf2.jpg


Gísli segir starfsemi í Norðfirðingafélaginu vaxandi og mætingu almennt góða á viðburði.  Ný heimasíða er með margvíslegum upplýsingum og myndum úr heimabyggð. Slóðin er www.nordfirdingafelagid.is.
,,Svo í lokin má kannski bæta við að Norðfjörður var eitt sinn nefndur Litla Moskva, þar sem þar réðu lengi vinstri menn. Það er kannski táknrænt að sólarkaffi Norðfirðingafélagsins ber upp á 1. febrúar eða sama dag og fyrsta vinstri ríkisstjórn er mynduð!," segir Gísli.

 

 

norf3.jpg