Nú er hægt að hringja í skóginn
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. jún 2009 12:36 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Skógrækt ríkisins tók upp á þeirri nýbreytni í byrjun júnímánaðar að bjóða gestum þjóðskóganna upp á skemmtilega viðbót við kyrrðina, fuglasönginn og þytinn í trjánum. Við stíga í skógunum standa nú staurar með símanúmeri sem hægt er að hringja í og hlusta á fróðleik eða skemmtun tengda umhverfinu.

„Hugmyndin er að veita gestum þjóðskóganna upplýsingar um skóginn sem þeir eru staddir í, án þess að þeir þurfi að fá með sér leiðsögumann eða lesa bækling," segir Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ríkisins. "Í skógunum er búið að koma fyrir stöplum með símanúmerum. Þegar gengið er fram á staur er hægt að hringja í númerið og fá upplýsingarnar lesnar fyrir sig." Hver lestur er u.þ.b. 2-4 mínútur og gjaldið er það sama og í venjuleg símanúmer.