Myndarleg uppskeruhátíð LungA

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA, lauk í gær með uppskerhátíð og tónlistarveislu. Austurglugginn var meðal þeirra sem lagði leið sína á Seyðisfjörð.

 

ImageLokahátíðin, þar sem afraksturinn úr smiðjunum vikunnar var sýndur, fór fram í félagsheimilinu og íþróttahúsinu Herðubreið í gær. Fjöldi fólks mætti á sýninguna. Smiðjurnar sem í boði voru, voru tónlistarsmiðja, með Davíð Þór Jónssyni og Mugion, leiklistarsmiðja með Bergi Þór Ingólfssyni, teiknimyndasmiðja undir handleiðslu Hugleiks Dagssonar, fjöllistasmiðja sem Daninn Henrik Vibsko sá um og ásláttarleikararnir Gísli Galdur og Helgi Sævar stýrðu stomphópi.

ImageUm kvöldið voru tónleikar þar sem fram komu meðal annars Mugison, Skakkamanage, B.Sig, Jagúar og Gus Gus. Gestir hátíðarinnar komu af öllu landinu. Þeir sem skemmtu sér lengst voru enn að þegar Austurglugginn fór á fætur í morgun. Töluverð ölvun var á svæðinu í nótt en gleðskapurinn fór að mestu leyti friðsamlega fram.

ImageÞetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin. Listasmiðjurnar hófust á þriðjudag en þátttakendur mættu til Seyðisfjarðar seinni part mánudags. Þeir voru um níutíu talsins í dag, langflestir Íslendingar, en nokkrir útlendingar komu á eigin vegum til Seyðisfjarðar.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.