Munaðarlaus á Vopnafirði og Egilsstöðum

Leiksýningin Munaðarlaus verður sýnd á Vopnafirði annað kvöld og á Egilsstöðum á miðvikudagskvöld. Stór hluti leikara sýningarinnar er af austfirskum ættum.

 

stebbi_ben_frunorma_web.jpgEinn leikaranna, Stefán Benedikt Vilhelmsson, einn stofnenda Frú Normu, er uppalinn á Egilsstöðum og ættaður frá Vopnafirði. Þá er annar leikari í sýningunni Hannes Óli Ágústsson, sem sló í gegn í seinasta Áramótaskaupi í hlutverki formanns Framsóknarflokksins, ættaður frá Borgarfirði eystri en Hannes og Stefán útskrifuðust saman sem  leikarar frá Listaháskóla Íslands vorið 2009.

Verkið var fyrst sett upp í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem uppselt var á nær allar sýningar. Það hlaut einnig frábæra gagnrýni. Í framhaldinu var hópnum boðið norður til Akureyrar með verkið en hann ákvað að stoppa einnig eystra.

Munaðarlaus verður sýnd í Miklagarði á Vopnafirði og Valaskjálf á Egilsstöðum. Miðasala á þær sýningar er í síma 895-9919 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Sýningin hefur vakið athygli fyrir að bjóða upp á tekjutengda verðskrá, en miðaverðið er mishátt eftir því í hvaða tekjuflokki áhorfendur eru. Það er hinsvegar undir þeim komið að ákvarða hvaða tekjuflokki þeir telja sig tilheyra. Lágtekjufólk greiðir 2000 krónur, miðtekjufólk greiðir 3000 krónur en hátekjufólk greiðir 5000 krónur. Athygli hefur vakið

Leikstjóri sýningarinnar er Vignir Rafn Valþórsson sem jafnframt þýðir verkið. Leikhópurinn samanstendur af ungum leikurum, Hannesi Óla Ágústssyni, Stefáni Benedikt Vilhelmssyni og Tinnu Lind Gunnarsdóttur, sem ákváðu að fjárfesta í réttinum á þessu nýja og vinsæla verki og setja það upp sjálf - en hópurinn hefur ekki sótt um neina styrki fyrir uppsetningunni.

Munaðarlaus er verk sem rannsakar heim sem fæst okkar þekkja og við viljum ekki vita af en er beint fyrir utan dyrnar hjá okkur. Hversu langt erum við tilbúin að ganga til að vernda okkar nánustu? Hvernig getur samviskan haldist hrein þegar allir sveigja réttlætið að eigin þörfum? Danni og Helena eru búin að redda pössun, kæla vínið, kveikja á kertum og eru sest við kvöldverðarborðið. Allt stefnir í fullkomna kvöldstund þegar Ívar, bróðir Helenu, mætir á svæðið. Útataður í blóði.

Vopnafjörður
Þriðjudagur 16. feb kl.20:00

Egilsstaðir
Miðvikudagur 17. feb kl.20:00

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.