Mótmæla áformum um breytingar á ráðuneytum landbúnaðar og sjávarútvegs

Stjórn Samtaka ungra bænda fordæmir þær fyrirætlanir forsætisráðherra að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti í núverandi mynd. Í tilkynningu frá samtökunum segir að óæskilegt væri að leggja niður það ráðuneyti sem hefur að gera með málefni þessara tveggja frumframleiðslugreina, þegar einsýnt þykir að á næstu árum verði að leggja mikla áherslu á að tryggja mætvælaöryggi íslensku þjóðarinnar til framtíðar.

lamb-chops.jpg

Málefni landbúnaðar og sjávarútvegs skipa veigamikinn sess í íslensku samfélagi og telur stjórn Samtaka ungra bænda því fráleitt að leggja niður ráðuneyti  landbúnaðar- og sjávarútvegsmála. Skora því Samtök ungra bænda á forsætisráðherra að endurskoða þessa ákvörðun sína og hætta tafarlaust allri vinnu við að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.