Músíkframleiðsla í Menningarmiðstöð
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. jún 2009 12:46 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Ragnhildur Gísladóttir, Snorri Sigfús Birgisson og Benda slagverkshópurinn koma fram á sumarsólstöðutónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðabyggð í dag.
Búast má við að frumsamið efni verði á boðstólnum þar sem bæði píanóleikarinn og söngkonan eru tónsmiðir. Pétur Grétarsson, Eggert Pálsson og Steef van Ossterhout mynda slagverkshópinn.Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00. Miðaverð er 1.500 kr, en frítt er fyrir börn.