Möðrudalskirkja sextíu ára

Næstkomandi föstudag, 4. september, verður fagnað 60 ára afmæli Möðrudalskirkju og kvöldmessa í kirkjunni hefst kl. 20:30. Sóknarprestur, Lára G. Oddsdóttir, prédikar og þjónar fyrir altari, en organisti er Torvald Gjerde. Meðal annars verða sungin og leikin sálmalög eftir kirkjusmiðinn og fyrrum bónda í Möðrudal, Jón A. Stefánsson, en hann byggði kirkjuna á hinum forna grunni Möðrudalskirkju, en þar hafði þá ekki verið kirkja í 22 ár. Kirkjuna reisti Jón í minningu konu sinnar Þórunnar Vilhjálmsdóttur Oddsen, en hún andaðist árið 1944, og Guði til dýrðar. Kirkjan var vígð 4. september 1949.

mrudalskirkja.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.