Mjöltankar komnir í Vopnafjörð

Pramminn sem flutti tíu mjöltanka fiskimjölsverksmiðju HB Granda úr Örfirisey í Reykjavík kom í gærkvöldi til Vopnafjarðar með farm sinn. Ferðin tók þrjá daga. Verksmiðjan verður notuð við nýja loðnubræðslu HB Granda á Vopnafirði. Mjöltankarnir eru 22 metra háir og auk þeirra var búnaður fiskimjölsverksmiðjunnar fluttur með. Hver tankur er jafn hár og sjö hæða hús og í öryggisskyni var ákveðið að rafsjóða þá fasta við þilfarið á prammanum. Þegar allt er talið vóg farmurinn um 600 tonn. Flutningurinn gekk vel og fjölmenntu Vopnfirðingar á höfnina til að taka á móti flutningaprammanum, auk þess sem nokkrir bátar sigldu út til móts við hann í firðinum.

 mjltankar1.jpg

 

 

 

---

Mynd: Mjöltankarnir skríða inn Vopnafjörð/Bjarki Björgólfsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.