Miri selur lag til styrktar Mæðrastyrksnefnd

Lagið „Góða konan“ með hljómsveitinni Miri verður á morgun, sunnudaginn 9. maí, selt á Tonlist.is til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Lagið er að væntanlegri breiðskífu, Okkar. Það kostar 500 krónur og rennur allur ágóði af sölunni á morgun óskiptur til málefnisins.

 

miri_web.jpg„Miri vill með þessu framtaki sínu sýna stuðning í verki við allar góðu konurnar hér á landi, enda er hljómsveitin afskaplega þakklát þeim góðu konum sem hafa haft áhrif til hins betra á jafnt einstaklinga hljómsveitarinnar sem og tónlist hennar,“ segir í tilkynningu frá sveitinni.

Þó auðvitað sé svo að Miri sjái sér hér tækifæri til kynningar á tónlist sinni með því að nota tæki góðgerðar, þá er það málefnið sem mestu skiptir og vill hljómsveitin því benda þeim sem ekki hafa áhuga á að kynna sér tónlist sveitarinnar á reikning Mæðrastyrksnefndar og hvetja hvern þann sem vettlingi getur valdið að styrkja við þetta verðuga málefni.

Reikningur Mæðrastyrksnefndar:
0101-26-35021
kt. 470269-1119

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.