Minningarsjóður um Guðlaug Magna

Minningarsjóður (sjálfseignarstofnun) hefur verið stofnaður til minningar um Guðlaug Magna Óðinsson sem lést í bílslysi í Fáskrúðsfirði, þann 16. maí síðastliðinn, aðeins 17 ára gamall. Sjálfseignarstofnunin heitir Minningarsjóður Guðlaugs Magna Óðinssonar og starfar samkvæmt lögum nr. 19/1988.

Í tilkynningu segir að markmiðið með stofnun sjóðsins sé að styrkja forvarnir fyrir unga ökumenn í umferðinni með opnum fundum í framhaldsskólum og byggðakjörnum Austurlands auk annarra sambærilegra verkefna þar. Fjármunum sjálfeignarstofnunarinnar verði ráðstafað þannig að greiddir verður kostnaður vegna aðkeyptar aðstoðar og húsaleigu vegna funda.

 

Laugardaginn 3. október næstkomandi verða haldnir fjölskyldu- og styrktartónleikar í Félagsheimilinu Skrúð, Fáskrúðsfirði og dansleikur um kvöldið.

Fjölmargir tónlistarmenn gefa vinnu sína á tónleikunum og má þar nefna Jónsa og hljómsveitina Í svörtum fötum, Idolstjörnuna Hröfnu og stjörnustrákana. Auk þess styrkir fjöldi einstaklinga og fyrirtækja málefnið með ýmsum hætti. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en söfnunarkassi verður á staðnum fyrir frjáls framlög í minningarsjóðinn.

 

Miðaverð á dansleik verður 2500 kr en allur hagnaður af honum og allt söfnunarfé og rennur óskipt í sjóðinn.

Þá er bent á að þeir sem vilji leggja málefninu lið geti lagt inn á reikning sjóðsins í Landsbankanum;

Reikningsnúmerið er 0171-15-630100, kt. 281060-3419 eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fyrir dagskrá tónleikanna er vísað á  www.123.is/sumarlina

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.