Skip to main content

Metsala í fuglafóðri

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2009 08:57Uppfært 08. jan 2016 19:19

Vetursetufuglar á Egilsstöðum virðast hafa það bærilegt þessar vikurnar. Þær upplýsingar fengust í Fóðurblöndunni í gær að þar væri búið að selja yfir þrjú tonn af fuglafóðri frá áramótum. Fóður er þar bæði selt laust og í 40 kílóa sekkjum, sem standa að sögn starfsmanna ekkert við í versluninni. Þá er mikil sala í eplum í verslunum enda fara sögur af fólki sem er með tugi silkitoppa og þrasta á sínum snærum og fá þau fersk epli til að naga daglega. Í gær hitti Austurglugginn konu sem er þegar búin að gefa snjótittlingum við hús sitt yfir áttatíu kíló af hveitifræi auk brauðs, fitu og ávaxta og var hún að kaupa þriðja 40 kg pokann frá því í janúar. Fuglarnir launa henni aö sögn með fögrum söng daginn út og inn.

silkitoppa.jpg

 

 

 

 

Ljósmynd: Silkitoppa í garði á Egilsstöðum seint síðastliðið haust./Steinunn Ásmundsdóttir