Menntasetrið á Þórshöfn opnar í dag

Í dag mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opna Menntasetrið á Þórshöfn með formlegum hætti. Menntasetrið er samstarfsverkefni Framhaldsskólans á Laugum og Þekkingarseturs Þingeyinga sem upphaflega fór af stað fyrir tilstuðlan sveitastjórnar Langanesbyggðar. Dagleg störf eru þegar hafin í setrinu og nú stunda þar 6 framhaldsskólanemar nám frá Laugum auk þess sem 3 nemar eru í dagtímum í fjarfundabúnaði, bæði á framhalds- og háskólastigi. Auk dagnemanna hafa fjarnemar í sjálfstæðu fjarnámi hafa fullan aðgang að lestraraðstöðu. Menntasetrið sinnir einnig símenntun frá Bakkafirði til Raufarhafnar og er tengiliður við fyrirtæki hvað varðar endurmenntun og námskeiðshald.

krakkar_menntasetur1_vefur.jpg

Fyrir byggðarlag sem Langanesbyggð og nærsveitir, eru nýir menntunarmöguleikar gegnum Menntasetrið merkur áfangi. Nám, fræðsla og rannsóknir geta nú farið fram í heimabyggð auk þess sem lagður hefur verið grunnur að því að rífa þá einangrun sem Norðausturhornið hefur mátt sæta sökum landlegu sinnar og fjarlægðar við aðrar menntastofnanir og fræðasetur. Ekki síst nú á tímum erfiðleika í þjóðfélaginu er mikilvægt að hlúa að þeim auði sem býr í hverri heimasveit og samnýta krafta til uppbyggingar, nýrra sóknarfæra og bjartsýni. Það er markmið og hugsjón þeirra sem að Menntasetrinu koma.

Í dag verður opið hús í setrinu frá kl. 13 en formleg dagskrá hefst í Félagsheimilinu Þórsveri kl. 15. Þar mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flytja ávarp í sal Þórsvers, auk þess sem aðstandendur setursins kynna núverandi stöðu og framgang verkefnisins.

-

Mynd: Nemendur í Menntasetrinu á Þórshöfn/Langanesbyggð.

langanesbygg_lg.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.