Menningar og listahátíðin Innsævi í Fjarðabyggð hafin

„Það er okkar von að allir, háir sem lágir, finni eitthvað skemmtilegt við hæfi næstu vikurnar og fjölmenni á sem flesta viðburðina á hátíðinni,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Menningar- og listahátíðin Innsævi í Fjarðabyggð var formlega sett í gær en næstu fjórar vikurnar geta íbúar og gestir sótt vel yfir tuttugu mismunandi viðburði í öllum kjörnum bæjarfélagsins. Fyrsta skrefið er í kvöld þegar gítar- og söngtríóið Tríó Túnfífill flytur unaðstóna frá hinum ýmsu löndum í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði.

Viðburðirnir eru af ýmsum toga eins og sæmir á stórri listahátíð. Tónlist er í hávegum höfð og meðal annarra koma fram Svavar Knútur og hljómsveitin Brek. Myndlist á sína frambjóðendur á hátíðinni, gjörningar fara fram, leita má ljóða í Neskaupstað og barnasýningin Ljósagull ætti að fylla yngsta fólkið af gleði.

Alla dagskrá Innsævis má finna hér.

Enginn útundan. Tónlistarkonan Elísabet Mörk Ívarsdóttir mun töfra fram tóna tvívegis í Mjóafirði á meðan á hátíðinni stendur en viðburðum er dreift um allt sveitarfélagið. Mynd Innsævi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.