MEingar í sjónvarpið og mótmæltu lokun RÚVAust

Menntaskólinn á Egilsstöðum tryggði sér í kvöld sæti í sjónvarpshluta spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, þegar liðið skólans vann lið Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra 27-11. ME-liðið notaði tækifærið til að mótmæla lokun starfsstöðvar Ríkisútvarpsins á Egilsstöðum.

 

Lið ME, frá vinstri: Hrólfur Eyjólfsson, Arnar Jón Guðmundsson og Jóhann Atli Hafliðason. Mynd: Heiður Ósk HelgadóttirME-ingar voru yfir eftir hraðaspurningar 18-8 og voru aldrei í neinum vandræðum með mótherjana úr Skagafirði. Liðsmenn ME nýttu tækifærið til að mótmæla lokun starfsstöðvar Ríkisútvarpsins á Egilstöðum.

„Við viljum koma á framfæri mótmælum gegn fyrirhugaðri lokun starfsstöðvarinnar. Við erum líka landsmenn og viljum njóta þjónustu RÚV,“ sögðu liðsmenn ME.

Lokunin kann að gera það að verkum að þetta verði seinasta keppnin sem send verði út frá Egilsstöðum en til stendur að selja húsnæði stofnunarinnar á staðnum.

Liði ME skipa Álftfirðingurinn Arnar Jón Guðmundsson, Egilsstaðabúinn Hrólfur Eyjólfsson og Berufirðingurinn Jóhann Atli Hafliðason.

Áfangastjórinn Þorbjörn Rúnarsson óskar keppandanum Jóhanni Atla Hafliðasyni til hamingju með árangurinn. Mynd: Heiður Ósk Helgadóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.