Megas á Norðfirði í kvöld
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. jún 2009 11:05 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Megas og Senuþjófarnir halda tónleika í Hótel Egilsbúð í Neskaupstað í kvöld.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og eru hluti af vikuferð um Ísland undir yfirskriftinni „Rangsælis um Ísland.“ Húsið opnar klukkutíma fyrr og kostar miðarnir 2.500 krónur við innganginn. Ekki verða fleiri tónleikar á Austurlandi í ferðinni en Megas kom fram á Hornafirði í gærkvöldi og verður á morgun á Akureyri.
Megas og Senuþjófarnir spiluðu seinast á Austurlandi á Bræðslunni 2007.
Megas og Senuþjófarnir spiluðu seinast á Austurlandi á Bræðslunni 2007.