ME úr leik í Morfís

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum féll nýverið úr leik fyrir liði Verslunarskólans í fyrstu umferð ræðukeppni framhaldsskólanna, Morfís. Sigur Verslunarskólans varð nokkuð stór, 672 stig þar sem ME náði ekki yfir 100 stig. Lið Verslunarskólans var meðal þeirra betri sem sést hafa í fyrstu umferð. Umræðuefnið var alþjóðavæðing og mælti ME á móti henni. 

morfis_verslo_me_0011_vefur.jpg

Lið ME skipuðu Steinunn Friðriksdóttir, frummælandi, Sævar Atli Sævarsson, meðmælandi, Hafþór Eide Hafþórsson, stuðningsmaður og Hrefna Rún Kristinsdóttir, liðsstjóri. Hátt í eitt hundrað menntskælingar fylgdu liðinu suður og studdu það dyggilega í samkomusal Verslunarskólans.

GG

morfis_verslo_me_0001.jpg

 

001: Stór hópi fylgdi ME liðinu suður. Mynd: GG

011: Lið ME. Frá vinstri: Steinunn, Hafþór, Hrefna Rún og Sævar Atli. Mynd: GG

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.