MC Póló krafðist diskókúlú fyrir viðburðinn

Djúpavogsbúar kunna svo sannarlega að skemmta sér og öðrum, en eigendur Rafstöðvarinnar blása til opinna veisluhalda í kvöld til þess að fagna fyrirtæki sínu og hita upp fyrir Hammondhátíðina sem hefst á morgun, sumardaginn fyrsta.



„Tilefnið er ekki flóknara en það að við Guðjón Viðarsson stofnuðum rafmagnsverkstæðið Rafstöð Djúpavogs fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en núna sem við erum komnir í almennilegt húsnæði og getum boðið í opnunarpartý og það þótti okkur vel við hæfi að gera í byrjun Hammondhátíðar,“ segir Kári Snær Valtingojer, annar eigandi Rafstöðvar Djúpavogs.

Um er að ræða alhliða rafmagsverkstæði og segir Kári að þeir taki flest verkefni að sér, allt frá því að skipta um batterí í tækjum fyrir gamalt fólk, upp í það að smíða tölvur. Hann segir tilviljunina í kringum nýja húsnæðið skemmtilega.

„Við Guðjón, sem báðir erum frá Stöðvarfirði, stofnuðum fyrirtækið fyrir nokkurm árum og þótti við hæfi að nefna það Rafstöðin á Djúpavogi, þar sem það nafn hefur vísun í okkar gamla heimabæ. Það vill svo skemmtilega til að við erum nú fluttir í húsnæðið sem RARIK var í áður og hýsti rafstöðvarnar, þannig að segja mér að þetta hafi allt saman smellpassað.“

Opnunarpartýið verður í Rafstöð Djúpavogs annað kvöld, milli klukkan 20:00 og 24:00.

„Það verður staðið við allt sem í auglýsingunni stendur, þarna verða sígildar gamansögur, klappstólar, saltstangir, gos, rafstöðvabjór en síðast en ekki síst MC Póló og diskókúla.

MC Póló er listamaður sem aldrei hefur sést áður, þó svo Svavar á Karlsstöðum sé á bak við hann. Við höfum ekki hugmynd um hvað þarna gerist, eina skilyrðið sem hann setti var að redda diskólúlu sem var auðsótt mál, enda slíkur gripur til á öllum betri heimilum.

Þetta verður frábært og við viljum hvetja alla til þess að mæta, gera sér glaðan dag með okkur og hita upp fyrir Hammondhátíðina sem margar upphaf sumarsins hér á Djúpavogi.“


Frábær dagskrá á Hammondhátíð

Hammondhátíðin hefst á fimmtudaginn með tónleikum Agent Fresco og nemendum úr Tónskóla Djúpavogs.

Á föstudaginn stígur hljómsveitin Valdimar á stokk sem og austfirska ungmennahljómsveitin MurMur sem komst í úrslit Múskiktilrauna á dögunu.

Á laugardaginn eru það engir aðrir en Stuðmenn sem koma til með að trylla líðinn. Allir þessir tónleikar fara fram á Hótel Framtíð.

Botninn er svo sleginn í helgina með lágstemmdum tónleikum í Djúpavogskirkju þar sem söngkonan Sigríður Thorlacius kemur fram ásamt þeim Guðmundi Óskari og Tómasi Jónssyni.

Enn eru örfáir miðar lausir, en hér má hér má fylgjast með viðburðunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.