Maxine og Lorraine á Fáskrúðsfirði

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði.Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þær stöllur Maxine og Lorraine koma til Íslands. Þær tilheyra hópi sem kallast „áströlsku stelpurnar.“

 

Það er hópur ástralskra kvenna sem störfuðu í Loðnuvinnslu Fáskrúðsfjarðar fyrir um það bil 40 árum síðan. „Við vorum ráðnar í gegnum umboðsskrifstofu í London.  Þar skrifuðum við undir samning þess efnis að við réðum okkur til starfa í fiskvinnslu á Íslandi en við vissum ekki hvert við færum,“ segja þær í viðtali við heimasíðu Loðnuvinnslunnar

Þær vissu ekki hvar á íslandi þær myndu búa og þegar þær komu til Fáskrúðsfjarðar sáu þær að þessi bær var umtalsvert minni en þær ættu að venjast. Enda báðar frá talsvert stærri bæjum í Ástralíu. 

Þær Maxine og Lorraine voru fljótar að kynnast nýju fólki, öðrum stúlkum, sem voru í ævintýraleit eins og þær sjálfar, samstarfsfólki í frystihúsinu og öðru ungu fólki úr þorpinu. Við sumt af þessu fólki hafa þær haldið sambandi í öll þessi ár og aðra höfðu þær hvorki séð né heyrt fyrr en þær komu aftur fjórum áratugum síðar. „Sumir hafa ekkert breyst þó að við höfum auðvitað öll elst,“ sögðu þær.

Fyrir þær sem höfðu dvalist langdvölum í stórborg, var ekki mikið um tómstundir hér í fámenninu svo þær tóku uppá einu og öðru sér til skemmtunar. Þær höfðu matarboð og léku sér í snjónum og hálkunni þegar það var til staðar. Þær lærðu síðan að prjóna lopapeysur.

Þessi Íslandsdvöl þeirra entist í 6 vikur. Þær ferðuðust um landið. Skoðuð Snæfellsnes, Vestfirði og Norðurlandið. Þaðan lá leiðin til Fáskrúðsfjarðar þar sem þær voru tvær vikur. Þar heimsóttu þær gamla vinnustaðinn sinn og fengu að snyrta fisk eins og í gamla daga.  „Við vildum svo gjarnan koma aftur,“ sögðu þær.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.