Skip to main content

Maður féll niður í lest á skipi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. júl 2009 08:57Uppfært 08. jan 2016 19:20

Maður féll ofan í lest á Bjarna Ólafssyni AK í Neskaupstað um hálfsjöleytið í morgun. Verið var að landa úr skipinu og missti maðurinn meðvitund er hann var á leið upp úr lestinni. Hann féll aftur fyrir sig ofan í lestina. Menn sem unnu á staðnum höfðu snarar hendur og náðu honum upp. Hann hlaut minni háttar áverka á höfði og komst fljótt til meðvitundar. Líklegt þykir að liðið hafi yfir manninn vegna loftleysis í lestinni. Lögreglan á Eskifirði rannsakar málið.

svn3.jpg

 

---

Mynd: Úr höfninni í Neskaupstað. Myndin tengist ekki umræddu atviki./SÁ