Skip to main content

Marningur verður að flökum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. jún 2009 10:48Uppfært 08. jan 2016 19:20

Með því að vinna fiskmarning og gera hann hæfan til að nota í sprautuvélar er hægt að sprauta honum inn í flök og gera marninginn að hluta af dýrari afurð um leið og magn flaka eykst. Á vefsíðu AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, segir frá þessu verkefni sem unnið var af Matís ohf. í samstarfi við Síldarvinnsluna hf. í Neskaupstað og Iceprotein ehf.

marningur.jpg

Markmið með verkefninu „Himnusprenging marnings“ sem AVS sjóðurinn styrkti, var að þróa nýja framleiðsluaðferð fyrir marningsblöndu til innsprautunar í fiskafurðir. Ferillinn sem þróaður var skilar góðum árangri hvað varðar stöðugleika, vatnsheldni, útlit og sprautanleika blöndunar. Áhrif á örverur voru mismunandi eftir hráefni og ferlum sem notaðir voru en þau voru ekki merkjanleg í öllum tilvikum. Fækkun örvera í blöndunni við framleiðslu hennar er háður þeim þrýstingi sem notaður var.

 

Nýting og stöðugleiki próteinsprautaðra afurða jókst verulega samanborið við ómeðhöndluð flök og flök sem sprautuð voru með hreinum saltpækli. Sprautaðar afurðir voru viðkvæmari fyrir frystingu en kælingu með tilliti til þyngdartaps. Hins vegar er ókosturinn við sprautun kældra afurða sá að geymsluþol skerðist vegna þess að örverur dreifast auðveldlega um vöruna við sprautunina.

 

Verkefnið var unnið af Matís ohf í samstarfi við Síldarvinnslu hf og Iceprotein ehf. AVS og Tækniþróunarsjóður styrktu verkefnið.

 

Skýrslu verkefnisins ,,Jöfnun – aukin gæði og bættir eiginleikar marnings" má finna á slóðinni:   http://www.avs.is/media/avs/R_011-08_Himnusprenging.pdf