Margrét Eir með tónleika í Kirkju og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði

Margrét Eir Hjartardóttir söngkona heldur tónleika í Kirkju og Menningarmiðstöðinni á Eskifirði, fimmtudaginn 15. apríl næstkomandi.  Þar mun hún syngja lög úr helstu og þekktustu söngleikjum samtimans.

margret_eir_vespa.jpgÁ söngskránni hjá Margréti Eir eru lög úr þekktustu söngleikjum samtímans, þar á meðal eru Jesus Christ Superstar, Cabaret, Hárið og Les Misarable.

Það má segja að þetta sé sérsvið Margrétar, þó að þetta sé í fyrst skipti sem hún heldur sólótónleika með þessu sniði þá hefur hún tekið þátt í ýmsum uppfærslum á söngleikjum hérlendis þar á meðal Oliver hjá Leikfélag Akrueyrar, Með fullri reisn og Rent hjá Þjóðleikhúsinu og að ógleymdu Hárinu sem var sett upp í Íslensku Óperunni árið 1994. 


,,Það má segja að söngleikir séu eitt af mínum sérsviðum en þetta er
samt í fyrsta skipti sem ég held tónleika með þessari tónlist og í
fyrsta skipti í 5 ár sem ég held tónleika. Það er mér sönn ánægja að
koma austur og flytja fyrir íbúa Eskifjarðar, Egilsstaða,
Norðfjarðar og allra í nágrenninu þessa tónlist. Með mér á
tónleikunum eru þeir Matti Kallio sem spilar á píanó, harmóniku og
gítar og Ágúst Ólafsson baritónsöngvari", segir Margrét Eir.


Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og miðaverð er 2000 krónur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.