Magnúsi Má margt megnugt.

Magnús Már Þorvaldsson fulltrúi á Skrifstofu Vopnafjarðarhrepps er fjölhæfur maður.  Auk þess að sýsla með málefni Vopnafjarðarhrepps aðallega tengdum kynningarmálum og menningu er hann ómissandi kynnir á vaxtaræktarmótum víðsvegar um landið.

ahar_479.jpgAuk þess að vera kynnir og standa sig frábærlega í því, á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fram fór nýlega á Fitnesshelginni í Íþróttahöllinni á Akureyri, kom Magnús fram í óundirbúnu atriði, strax að loknu hléi milli keppni og verðlaunaafhendingar á lokadegi mótsins.   

Magnús fækkaði þar fötum við taktfasta hljómlist, líkt og tíðkast, að talið er, á súludansstöðum suður þar í höfuðborg óttans.  Mikil vonbrigði urðu meðal áhorfenda, þó aðallega íturvaxinna kvenna, sannarlega íturvaxinna sem þarna voru margar saman komnar, með að Magnús hætti dansinum meðan hann var enn í ,,bermúdasundskýlunni" og hlírabolnum góða í sauðalitunum. 

Það var ekki að talið er, vegna óvildar Magnúsar til hinna íturvöxnu kvenna að hann lét staðar numið við svo búið, heldur hitt að skyldan kallaði.  Ekki var tími til að klára atriðið vegna þess að verðlaunahafar biðu og Magnús þurfti að fara í hasti og kynna þá á svið.  Ekki komu fram nein loforð frá Magnúsi að klára þetta atriði á næsta móti en hann skoraði á dómarana að taka við kyndlinum og fækka fötum fyrir áhorfendur á næsta móti og var því tekið með miklum fögnuði af áhorfendum, sem og dansatriði Magnúsar.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Magús er kynnir á Fitness og vaxtarræktarmótum, hann var meðal annars kynnir á Íslandsmótinu i fyrra.  Ekki var þetta í síðasta skiptið heldur, vegna þess að Magnús var kynnir á vaxtarræktar og fitnessmótinu Reykjavík Grand Prix 2010 sem haldið var á Háskólabíói í Reykjavík í gærkvöldi, laugardag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.