LungA lokið - Myndir

lunga_uppskera_0092_web.jpg Listahátíðinni LungA lauk á laugardag með uppskeruhátíð og útitónleikum. Þátttakendur í vikunni voru 120 í sjö listasmiðjum.

 

Uppskeruhátíðin var með breyttu sniði í tilefni tíu ár afmælishátíðarinnar, sem fyrst var haldin árið 2000. Skipuleggjendur vildu gefa af sér aftur til Seyðisfjarðar og því voru sýningarnar dreifðar um daginn.

Upphaf Boogiesmiðjunnar og endaði við bílaplan Norrænu á meðan tískuteiknunin var úti í Angró á svæði Tækniminjasafnsins. Sýningar Boogiesmiðjunnar og leiklistarsmiðjunnar voru á ákveðnum tímum en aðrar sýningar stöðugar.

lunga_uppskera_0022_web.jpgSýningatími var áætlaður frá klukkan 14:30-16:00, nema að sýning Danans Henriks Vibskov stóð til 17:00. Þá hófust margar sýningarnar ekki fyrr en 15:00.

Knappur tímarammi og fjarlægðin þýddi að afar erfitt var að komast gangandi milli sýninganna á tveimur tímum, fyrir utan að lítið var hægt að stoppa á hverjum stað. Ekki bætti úr skák þegar sýningarnar sem voru með fastan tímaramma fóru út fyrir hann. Framkvæmdin, á góðri hugmynd, varð því fremur kaótísk. Ennfremur voru sumar sýningarnar í þyngri kantinum, súrari, samanborið við fyrri ár.

lunga_tonleikar_0144_web.jpgLungA hefur undanfarin ár lokið á stórtónleikum. Þeir voru að þessu sinni úti og stílaðir meira inn á fjölskylduna en verið hefur. Það tókst mjög vel, þrátt fyrir rigningarúða. Bæjarbúar á öllum aldri mættu og bæjarstjórinn, sem fyrr, stóð vaktina í gulu vesti merktu Björgunarsveitinni Ísólfi.

Á móti verður að velta upp þeirri spurningu hvort að athyglin sé orðin of mikil á tónleikunum. Auglýsingar LungA og fréttatilkynningar ganga að miklu leyti út á tónleikana frekar en listasmiðjurnar, risavaxna hönnunarsýningu, fyrirlestrana og uppskeruhátíðina, hina eiginlegu dagskrá listahátíðarinnar.

Annars gæti listin týnst í látunum.

lunga_uppskera_0031_web.jpglunga_uppskera_0066_web.jpglunga_uppskera_0073_wbe.jpglunga_uppskera_0107_web.jpglunga_tonleikar_0010_web.jpglunga_tonleikar_0054_web.jpglunga_tonleikar_0180_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.