LungA 12. til 18. júlí á Seyðisfirði

Listasmiðjan LungA hefst næstkomandi mánudag og stendur dagana 12. til 18. júlí á Seyðisfirði.

goddur_lunga.jpgDagskrá LungA er sneisafull af áhugaverðum viðburðum og ættu flestir að finna sér eitthvað við sitt hæfi þá viku sem hátíðin stendur. Ein og fyrri ár er fjöldi viðburða ókeypis og aðgangur öllum opinn. Miðaverði á aðra viðburði er stillt í eins hóf eins og mögulegt er.  Opnunarathöfn hátíðarinnar er á mánudagskvöldið klukkan 20.00 í bíósal Herðurbreiðar.   Þar koma leiðbeinendur í listasmiðjunum fram og kynna sig ásamt ýmsum listuppákomum.

Á mánudeginum byrja hönnuðurnir Hanna Jónsdóttir og Rúna Thors að  vinna í  opinni vinnustofu í  Herðubreið. Þær munu vinna að hugmyndum, módelum og að lokum móta postulínslínu fyrir venjuleg íslensk heimili.  Er gestum og gangandi velkomið að líta við hvenær sem og sjá hönnuðina að störfum, vinnustofan verður opin alla vikuna.

Á þriðjudag er fyrirlestrar-dans-performans undir yfirskriftinni Off the  record-the secret of rock n´roll. Það er leikhúsfólkið Saga Sigurðardóttir og Friðgeir Einarsson sem standa að því, þau eru leiðbeinendur í listasmiðjunni Yes sir, I can boogie á hátíðinni.

Á miðvikudag munu Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur og Halldór Gíslason stjórna norrænu spjalli um uppruna og landamæri. Rætt verður um áhrif uppruna á gerðir og formsköpun. Hvað til dæmis er að vera íslenskur eða hvað er að vera norskur eða finnskur? Goddur er prófessor við Listaháskóla Íslands og Halldór er prófessor við  listakademíuna í Osló. Spjallið er liður í verkefninu Nordic Blind date og fer fram á ensku.

Á fimmtudag opna myndlistasýningar á vesturvegg Skafftells og í  verkefnarými gömlu bókabúðarinnar. Um kvöldið er svo hönnunarsýning LungA. Hönnunarsýningin hefur verið einn stærsti viðburður hátíðarinnar síðustu ár og hafa hundruðir manns sótt hana ár hvert. Á sýningunni sýna 13 ungir fatahönnuðir verk sín en þeir voru valdir til að sýna úr tæplega 40 umsóknum efnilegra fatahönnunaða. Aurora Hönnunarsjóður mun svo viðurkenna 3 hönnuði í formi faglegrar aðstoðar á sviði fatahönnunarinnar.

Á föstudag mun listasmiðjan Inn um Augað og út um eyrað standa fyrir uppákomu við ferjuhöfn bæjarins. Leynd hvílir yfir þeim gjörningi og því verður sjón sögu ríkari.  Eftir að sumargleði Kima Records hefur lokið sér af í Herðubreið á föstudagskvöldinu heldur Hótal Aldan eftirpartý þar sem  meðlimir Retro Stefson og Miri þeyta skífum í sameiningu fram á nótt. Innan  hljómsveitana  tveggja eru reyndir plötusnúðar sem hafa fegnið fólk til að dansa um víða veröld. Frítt er í eftirpartýið fyrir þá sem hafa keypt sér miða á afmælistónleika LungA laugardeginum og ballið með Hjálmum sem verður eftir  þá.

Laugardagurinn 17 júlí er sneysafullur af áhugaverðum uppákomum. Pop up markaðurinn opnar býður áhugsömum upp á gæða fatahönnun milliliðalaust beint frá hönnði til neytenda. Viktor Pétur Hannesson  og  Sunneva Ása Weishappel opna myndlistarsýningu undir nafninu Núllpunktur í Hótel Snæfelli. Ljósmyndasýningin LungA ljósmyndir opnar á hótel Öldunni. Þar verða sýndar myndir af tíu ára sögu hátíðarinnar. Goddur velur myndirnar á sýninguna og er sýningarsstjóri.

LungA er algjörlega 'Non-profit' hátíð sem er aðallega rekin á styrkjum sjóða og fyrirtækja og skipulögð að lang mestum hluta í sjálboðavinnu.

Ofantaldir viðburðir eru aðeins brot af því sem boðið er upp á vikuna  12-18 júlí og eru nánari upplýsingar hægt að finna á heimasíðu LungA. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.