Löng helgi: Tímamótaviðburður í Havarí og fleira

„Það verður meira og minna stöðug dagskrá í allt sumar, bæði um helgar og eitthvað á virkum dögum,“ segir Karlsstaðabóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, en viðburðasumarið í Havarí rúllar formlega af stað á morgun.


Svavar segir að herlegheitin hefjist með heimsókn rappgoðsins Emmsjé Gauta annað kvöld og á laugardaginn stígi hljómsveitin Tilbury á stokk. „Það eru margir búnir að gleyma Tilbury, en það er sveit sem var upp á sitt besta fyrir örfáum árum og átti alveg ógrynni af slögurum sem urðu vinsælir. Um er að ræða lög sem flestir þekkja en fæsti vissu kannski um hvaða sveit ræddi, héldu kannski bara að topp tíu listinn í Bretlandi væri í spilun. Sveitin er skipuð liðsmönnum úr Valdimar, Moses Higthower og fleirum, en ég myndi segja að þetta væri tímamótaviðburður – sérstaklega spennandi fyrir aðdáendur samruna rapp og rokktónlistar,“ segir Svavar Pétur.

Hver viðburðinn rekur svo annan í Havarí og þann 15. júní verður boðið upp á „söngbíó“. „Þá sýnum við ný-masterað eintak af myndinni Með allt á hreinu, lykilverki íslenskrar tónlistarsögu. Það er tímabært að dusta rykið af myndinni svo að yngri kynslóðir fari ekki á mis við hana, það bara má ekki gerast. Ég hvet því alla til þess að mæta með börnin, en við hækkum duglega í græjunum og syngjum duglega með frábæru mynd.“

Helgin er annars stútfull af fjölbreyttum viðburðum, að mestu tengdum sjómannadeginum. Aðrir viðburðir eru meðal annarra;

Kóraveisla í Tónlistarmiðstöð Austurlands á laugardag
Kór Reyðarfjarðarkirkju og Álafosskórinn bjóða upp á spennandi tónleika í Tónleikamiðstöð Austurlands klukkan 17:00 á laugardaginn. Afrísk tónlist, þjóðlög, vinsæl íslensk lög, vinsæl erlend lög og jafnvel Metallica.

Sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað
Sumarsýning Tryggvasafns í Safnahúsinu í Neskaupstað í ár nefnist FLUG, en hún verður opnuð á laugardaginn klukkan 13:00. Myndirnar á sýningunni tengjast allar flugi af ýmsum toga og því sem svífur um loftin blá. Tryggvasafn er eina listasafnið á Austurlandi og full ástæða til að hvetja fólk til að skoða sýninguna og njóta litagleðinnar í list Tryggva Ólafssonar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.