Síldarvinnslan og Eskja bjóða á sjómannadansleiki

Glæsileg dagskrá verður víðsvegar um Austurland alla sjómannadagshelgina og hefst hún í dag bæði á Eskifirði og Norðfirði.


„Þetta verður eintóm gleði og bongóblíða,“ segir Kristinn Þór Jónasson, formaður sjómannadagsráðs Eskifjarðar.

Kristinn segir dagskrána á Eskifirði að mestu með hefðbundnu sniði. „Þó ber að nefna að siglingin á laugardaginn verður einstaklega glæsileg, en öll þrjú skip Eskju verða með í henni. Einnig verða Egersund og Laxar fiskeldi með í ár, en Egersund verður með opið hús á morgun og Laxar bjóða upp á skoðunarferðir úr í kvíarnar. Annars er helgin að mestu hefðbundin, en fólk vill bara ganga að dagskránni vísri,“ segir Kristinn.

Dagskrá hefst einnig í Neskaupstað í dag með pizzahlaðborði á Hótel Capitano og spilakvöldi í Beituskrúnum í kvöld, en líkt og á Eskifirði lýkur henni ekki fyrr en á sunnudag.

Hefðbundnir sjómannadagsdansleikir verða bæði á Eskifirði og Norðfirði á laugardagskvöldið. Hljómsveitin SOS ásamt Selmu Björnsdóttur leikur fyrir dansi í Valhöll á Eskifirði og hljómsveitin Von ásamt Bryndísi Ásmundsdóttur í Egilsbúð á Norðfirði. Frítt er á báða dansleikina sem eru í boði Síldarvinnslunnar á Norðfirði og Eskju á Eskifirði.

Hér má sjá dagskrána í heild sinni á Eskifirði, Norðfirði og á Fáskrúðsfirði.

Hér má sjá dagskrána á Djúpavogi.

Hér má sjá dagskrána á Seyðisfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.