Lokatónleikar Tónlistarstunda á Héraði

Lokatónleikar tónleikaraðarinnar Tónlistarstundir á Héraði verða haldnir í Egilsstaðakirkju annað kvöld, sunnudagskvöld klukkan 20:00.

tonlistastundir_vallanes_2010.jpgTónleikarnir í Egilsstaðakirkju eru þeir síðustu í röð sex tónleika sem haldnir hafa verið síðustu þrjár helgar í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju en skipuleggjandi tónlistarstunda á Hérðaði og listrænn stjórnandi þeirra er Torvald Gjerde organisti á Héraði.  Tónleikaröðin hófst fimmtudaginn 24. júní.

Að sögn Torvalds hafa tónleikarnir nú í sumar verið mjög vel sóttir, betur en undanfarin níu ár.

Á lokatónleikunum í Egilsstaðakirkju á sunnudaginn kemur fram ungt fólk sem eru nemendur á framhaldsstigi í tónlist á Fljótsdalshéraði.

Fram koma:   Bjarmi Hreinsson píanó, Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir píanó, Leif Kristján Gjerde píanó og Öystein Gjerde gítar.  Ingibjörg Ýr lauk framhaldsprófi í vor.

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis nú sem endranær.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.